Námskeiðin okkar
-
Næringarráðgjöf
NánarMacros næringarþjálfun vika 1-8 (Nýskráning)
_______________________________Innifalið:
- Rafræn næringarþjálfun -
með mikilli og persónulegri eftirfylgni frá þjálfara.
- Árangurs skjalið þitt -
þar sem þú skráir inn ýmsar upplýsingar daglega og þar fer fram öll eftirfylgni = check-in.
- Vikuleg verkefni -
sem snúast að venjum í mataræði, hugarfari,
almennri heilsu og fleiru.
- Handbók Ps. Árangurs -
sem er full af fræðsluefni um allt sem tengist góðri næringu og þar finnast svör við flestum spurningum sem gætu kviknað.- Kennslumyndbönd -
um hvernig við notum forritið My Fitness Pal.- Aðgangur að facebook hóp -
en þar inni eru allir meðlimir Ps. Árangurs. Þar deilum við ýmsum ráðum, fróðleik, hugmyndum, pælingum, áskorunum, myndum og öllu mögulegu!- 8 vikna æfingaáætlun -
sem fylgir aukalega með fyrir þá sem vilja nýta sér það, en hún er hönnuð til að henta byrjendum sem og lengra komnum. -
Næringarráðgjöf fyrir þig og makann
NánarMacros næringarþjálfun vika 1-8 (Nýskráning)
Paranámskeið
_________________________________Innifalið:
- Rafræn næringarþjálfun -
með mikilli og persónulegri eftirfylgni frá þjálfara.
- Árangurs skjalið þitt -
þar sem þú skráir inn ýmsar upplýsingar daglega og þar fer fram öll eftirfylgni = check-in.
- Vikuleg verkefni -
sem snúast að venjum í mataræði, hugarfari,
almennri heilsu og fleiru.
- Handbók Ps. Árangurs -
sem er full af fræðsluefni um allt sem tengist góðri næringu og þar finnast svör við flestum spurningum sem gætu kviknað.- Kennslumyndbönd -
um hvernig við notum forritið My Fitness Pal.- Aðgangur að facebook hóp -
en þar inni eru allir meðlimir Ps. Árangurs. Þar deilum við ýmsum ráðum, fróðleik, hugmyndum, pælingum, áskorunum, myndum og öllu mögulegu!- 8 vikna æfingaáætlun -
sem fylgir aukalega með fyrir þá sem vilja nýta sér það, en hún er hönnuð til að henta byrjendum sem og lengra komnum.
-
Gjafabréf
NánarTilvalið í jólapakkan fyrir fjölskyldumeðlim, vin eða vinkonu 😍
Innifalið:
- 8.vikna rafræn næringarþjálfun
- Rafrænt skjal, Árangursskjalið þitt
- Vikuleg verkefni
- Handbók Ps. Árangurs
- Kennslumyndbönd
- Handbók Ps. Árangurs
- Aukalega fylgir 8.vikna æfingaáætlun
Sjáðu hvað fólkið okkar segir um námskeiðið!
-
Elín Rósa
„Námskeiðið var alveg ótrúlega lærdómsríkt og hefur eiginlega kennt mér hvernig ég á að borða sem íþróttakona. Þótt maður hafi alltaf verið meðvitaður um það að borða hollt o.s.frv. þá vissi ég aldrei almennilega hvernig ég ætti að borða til þess að hafa orku yfir daginn og á æfingum. Ég komst að því að ég var klárlega ekki að borða nóg yfir daginn og var þá oftar að leitast í eitthvað möns á kvöldin. Svo get ég ekki komist hjá því að tala um peppið frá þeim. Maður fékk alltaf hrós og pepp til þess að halda áfram sem er alveg möst þegar maður er að prófa eitthvað svona í fyrsta skipti og er ekki alveg öruggur með eins og ég var. Ég var mjög stressuð þegar ég skráði mig því ég hélt að ég þyrfti að breyta öllu mataræðinu mínu en núna veit ég að ég get fengið mér allt án þess að vera með samviskubit yfir því.“
-
Kristinn
„Námskeiðið hefur kennt mér hvernig ég get átt betra og heilbrigðara samband við mat, sem hefur hjálpað mér að losna við mikið af þeim aukakílóum sem ég bætti á mig eftir að hafa hætt í íþróttum. Auðvitað var þetta ekki auðvelt til að byrja með, en eftir 1. vikuna þá fór þetta að verða auðveldara og eftir 8 vikur er þetta orðið ekkert mál. Sandra og Perla setja þetta upp á mjög einfaldan hátt og eru alltaf til staðar þegar maður er með spurningar. Þær gerðu þetta á skemmtilegan hátt með allskonar verkefnum og áskorunum, sem varð til þess að 8 vikur voru mjög fljótar að líða. Næringarhandbókin þeirra er líka stútfull af allskonar fróðleik sem kemur sér vel þegar að maður er uppiskroppa með hugmyndir.“
-
Elísa Dagmar
„Ég held ég hafi aldrei tekið jafn góða ákvörðun og að skrá mig í næringaþjálfun hjá Ps. Árangri. Ég fann strax á fyrstu viku hvað þetta hentaði mér vel og hvað mér leið vel. Fyrsta sem ég tók eftir var hvað ég var hætt að vera þreytt allan daginn og hafði orku til þess að gera allt. Þar af leiðandi varð ég duglegri að mæta á æfingar, gekk betur í skólanum og leið betur í vinnunni. Perla og Sandra eru algjörlega með allt á hreinu, elska að það er aldrei nein pressa að vera alltaf 100% og hafið gert manni það ljóst frá upphafi að það er í góðu lagi þó að maður eigi líka slæma daga inn á milli.“
-
Karl Arnar
„Ég get ekki annað en mælt heilshugar með því að vera í macros þjálfun hjá Ps. Árangri. Ég bjóst við að þetta yrði töluvert erfiðara og flóknara en þetta er bara búið að vera mjög gaman! Að fá fljót og góð svör ef það hafa verið einhverjar pælingar er búið að gera þetta mikið auðveldara og það að fá svona alvöru pepp og leiðbeiningar um hvernig er hægt að einfalda mataræðið án þess að borða einhæft er bara algjör snilld. Ég er búinn að læra helling inn á hvernig ég get nýtt mér macros áfram og hef aldrei verið orkumeiri og ekki þurft að treysta á koffín til að koma mér í gang. Að vera hjá þeim í þjálfun er búið að hjálpa mér til frambúðar. Einnig er öll nartþörf og það að langa í snakk eða þessháttar á kvöldin bara horfin. “
-
María Theódóra
„Þessar síðustu vikur hafa verið mjög lærdómsríkar og gefandi. Ég hef bæði fundið fyrir líkamlegum og hugarfars breytingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta myndi hjálpa mikið! Áður en ég byrjaði þá var ég alltaf útþanin og leið oft mjög illa í maganum en ég fann strax mun á mér eftir að ég byrjaði í þjálfun. Ég er mun orkumeiri en ég var og finn að æfingar eru mun léttari. Það er líka búið að hjálpa mikið hvað þær eru búnar að vera hvetjandi. Ég klárlega náði þeim markmiðum sem ég ætlaði mér með macros og það var aðallega að læra á mín hlutföll, finna þessar breytingar á andlegu hliðinni og læra að forrita hausinn uppá nýtt með mat. Var svolítið á þeirri hugsun að það væri góður og slæmur matur en ég sé það núna að það er ekki þannig hann er bara mis næringarríkur og það er bara spurningin hvaða næringu ég vil fá.“
-
Andrea Rut Eiríksdóttir
„Ég er svo ánægð að hafa ákveðið að fara í næringarþjálfun hjá Söndru og Perlu. Þær gera þetta svo auðvelt með allri góðu orkunni og hvatningunni. Ég hélt að þetta væri miklu erfiðara en þær gera þetta svo auðvelt! Ég er byrjuð að pæla svo mikið í öllu sem ég borða - tek sérstaklega eftir hvað ég er orðin dugleg að skoða matseðla áður en ég fer eitthvert og skipulegg út frá því hvað ég borða yfir daginn!
Ég hlakka sjúklega til að halda áfram hjá þeim og mæli með fyrir alla sem vilja en þora ekki að prófa!“
-
Helga Rún
„Sandra og Perla eru bara geggjaðar í því sem þær eru að gera og ég myndi hiklaust mæla með þeim fyrir alla. Þær eru alltaf til staðar fyrir mann og tilbúnar til að peppa mann áfram þegar maður þarf sem mest á því að halda. Það er ekki að ástæðulausu að ég ákvað að skrá mig í áframhaldandi þjálfun hja þeim.“
-
Birgitta
„Ég er svo ánægð að hafa farið í þjálfun hjá Ps. Árangri. Þær hjálpuðu mér svo mikið og eru alltaf að hvetja mann og hjálpa manni. Mér leið strax betur og varð miklu orkumeiri yfir daginn og gekk betur á æfingum og bara í öllu. Það var aldrei nein pressa á að vera fullkomin og þær minntu mig alltaf á að eg mætti líka njóta stundum. Ég myndi mæla með fyrir alla að skrá sig í þetta, þær eru svo góðar í þessu.“
Skráðu þig á póstlistann okkar
Endilega skráðu þig á póstlistann okkar til þess að heyra af tilboðum og nýjustu fréttum!