• Perla Ruth Albertsdóttir

    Perla er önnur af tveimur eigendum Ps. Árangurs.
    Hún er 25 ára, búsett á Selfossi með eiginmanni og syni og spilar handbolta með FRAM í olísdeild kvenna. 2018 útskrifaðist hún með Bs. gráðu í íþrótta og heilsufræði frá HÍ á laugarvatni, 2020 útskrifaðist hún með diplómu í íþróttasálfræði frá háskóla í Barcelona og er núna að ljúka næringarþjálfara námi frá Working Against Gravity. Hún hefur mikinn áhuga á öllu tengdu heilbrigðum lífsstíl og næringu og hefur mikla reynslu af því að telja macros.

  • Sandra Erlingsdóttir

    Sandra er önnur af tveimur eigendum Ps. Árangurs.
    Hún er 23 ára og búsett í Þýskalandi. Hún útskrifaðist með Bs. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík sumarið 2021 og er núna að ljúka námi frá Precision nutrition og verður þá heilsu- og næringarþjálfari. Sandra leikur handbolta með TuS Metzingen og hefur mikinn áhuga á hreyfingu og næringu. Á hennar yngri árum glímdi hún við átröskun og brennir fyrir því að hjálpa fólki að eiga heilbrigt samband við mat.

Hvað er Ps. Árangur?

Ps. Árangur er fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun, en hugmyndin um að stofna Ps. Árangur varð nánast bara til á einu kvöldi. Sandra var í símanum við pabba sinn þegar hann spurði hvort það væri ekki komin tími á að gera það að alvöru núna að fara að vinna með næringu, þar sem hún hafði mikið verið að hjálpa ungum stelpum með sitt samband við mat. Fyrsta manneskjan sem Sandra hugsaði að væri svo sannarlega góð og tilvalin með sérí þetta verkefni var Perla, en hún var líka sjálf reglulega að gefa fólki næringarráð. Síðan Sandra tók upp símann á seinasta ári hefur ekki verið aftur snúið.