Um okkur
Hvað er Ps. Árangur?
Ps. Árangur er fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun, en hugmyndin um að stofna Ps. Árangur varð nánast bara til á einu kvöldi. Sandra var í símanum við pabba sinn þegar hann spurði hvort það væri ekki komin tími á að gera það að alvöru núna að fara að vinna með næringu, þar sem hún hafði mikið verið að hjálpa ungum stelpum með sitt samband við mat. Fyrsta manneskjan sem Sandra hugsaði að væri svo sannarlega góð og tilvalin með sérí þetta verkefni var Perla, en hún var líka sjálf reglulega að gefa fólki næringarráð. Síðan Sandra tók upp símann á seinasta ári hefur ekki verið aftur snúið.