Við fylgjumst með líkamlegum mælingum hjá kúnnum til að meta macros tölurnar og skoða stöðu þess einstaklings betur📈
❗️Hinsvegar viljum við ekki að fólk sé að fókusa of mikið á kg tölu! Okkur finnst aðrir mælikvarðar á árangur mun mikilvægari❗️
Td. Líðan, orka, sedda, svefn, bætingar á ýmsum sviðum o.s.frv.
En málið með vigtina og kg tölu.. Hún getur breyst mikið á milli daga! Einstaklingur getur verið 80 kg á mán. en 81 kg á þrið. (það er ekki hægt að ‘‘fitna um 1 kg‘‘ á einum degi, það yrði allavega mjög erfitt 😂) EN það eru ýmis atriði sem fylgja daglegu lífi, sem verða til þess að þyngdin getur breyst á milli daga!
Margir (sérstaklega þeir sem eru að reyna að léttast) eiga erfitt með að sjá kg töluna hærri heldur en hún var í síðustu vigtun og er þá ótrúlega mikilvægt fyrir þann einstakling að vita af öllum atriðunum sem geta spilað inní🙌🏻
Á myndinni fyrir neðan teljum við upp allskonar atriði (listinn er ekki tæmandi) og valda margar af ástæðunum á myndinni bjúg og vökvabindingu í líkamanum, sem verður til þess að líkaminn mælist þyngri! Síðan spilar tíðarhringurinn hjá konum ótrúlega mikið inní, áfengis neysla, svefn, jafnvel ÆFINGAR geta orðið til þess að líkaminn mælist þyngri 😱 en erfiðar æfingar geta td. valdið bólgu og bjúg í líkamanum, sem síðan jafnar sig 💪🏻
Við mælum því með því að þú ákveðir hvernig þér líður með þig ÁÐUR en þú stígur á vigtina. Vigtin á ekki að geta eyðilagt daginn sama hvað hún segir! Þú getur velt fyrir þér, ertu ánægð/ánægður með matarræðið þitt sl. vikuna? Ertu búin að hreyfa þig eh? Er þér búið að líða vel? Er búið að vera mikið álag? Líttu á alla heildar myndina og þannig ættir þú að ná að vera sátt/sáttur með þig, sama hvort talan á vigtinni hafi breyst eða ekki🙏🏻
Svo er líka algengt, að kílóa talan segir ekki alla söguna um líkamlegan árangur sem einstaklingur hefur náð! Við höfum haft svo marga kúnna sem hafa einungis misst nokkur gr, þyngdin staðið í stað eða jafnvel hækkað en VÁ breytingin sem hefur orðið á líkamanum! Sjáum gjörbeyttan líkama á myndum og ótrúlegan mun þó að mælingarnar sýni hærri tölur