Stendur talan á vigtinni í stað?

Stendur talan á vigtinni í stað?

✨ Nokkrar af mörgum mögulegum ástæðum þess að talan á vigtinni stendur í stað 👇🏻

▪️ Þú sefur ekki nóg, en svefninn hefur mikil áhrif á allar líkamlegar framfarir! 😴

▪️ Þú drekkur ekki nógu mikið vatn, við mælum með að vera alltaf með vatnsbrúsa á sér yfir daginn 💦

▪️ Þú innbyrðir ekki nóg af próteinum, mikilvægt að reyna alltaf að klára próteinskammtinn sinn 💪🏼

▪️Þú gleymir að skrá ýmis matvæli, og ert því oft að borða mun meira heldur en þú skráir inn og ert því ekki að fylgja macros tölunum þínum! 😬

▪️ Þú ert ekki nógu þolinmóð/ur, og ert að ætlast til að breytingarnar gerist hraðar en þær eru að gera! Líkaminn þarf tíma fyrir allar framfarir og er þolinmæðin því mikilvæg 👏🏼

▪️Þú nærir þig ekki nógu vel um helgar, en helgarnar eru tæp 30% af vikunni, svo ef þú nærir þig bara vel á virkum dögum en helgarnar eru í rugli, þá er mjög eðlilegt að árangurinn komi hægt!🤔

 

 

Til baka í bloggið