PÁSKADAGUR 🐣 💛

PÁSKADAGUR 🐣 💛

... Páskaeggið
... Páskamaturinn
... Macros tölurnar
Margir eru nú þegar byrjaðir að spá hvernig á að snúa sér í þessu málum.... 🙈
Við tvær ELSKUM páskaegg (súkkulaði og nammi... hvað er ekki að elska?) og á hverju ári hlakkar okkur báðum mikið til að fá páskaeggið okkar 🙈😅
Það er hins vegar seint hægt að segja að páskaegg sé ''macro friendly''😅...
En er þetta samt eitthvað sem margir vilja geta fengið sér án þess að ''skemma árangurinn'' sinn!
Við ætlum því að nefna nokkra punkta/ráð sem er gott að hafa í huga 🥳
Við viljum jú að sjálfsögðu NJÓTA svona hátíða og græðum við ekki neitt á stressi, svekkelsi og vanlíðan!
Því er mjög gott að spá aðeins í þessu fyrirfram, jafnvel ákveða hvernig maður vill hafa daginn sinn, standa svo við það og líða vel með ákvörðunina 😍
Í fyrsta lagi þá mælum við klárlega með því að halda vikunni eins góðri og hægt er! Reyndu að vera sem næst þínum macros viðmiðum og þá veistu að þú getur leyft smá slaka á páskadag! 💪🏻

Á páskadaginn sjálfan =
- Haltu eins mikilli rútínu og þú getur
- Borðaðu hollar máltíðir, jafnt og þétt yfir daginn
- Reyndu að borða próteinríkar máltíðir yfir daginn (við viljum jú alltaf reyna að klára prótein skammt dagsins og er páskaegg mestmegnis fita og kolvetni, svo það er fínt að máltíðir dagsins séu próteinríkar og þá er meira ''pláss'' fyrir macrosin í páskaegginu)
- Byrjaðu daginn á hollum og góðum morgunmat, og ertu þá mun líklegri til að halda jafnvægi á allri líkamsstarfsemi yfir daginn (...og ná að missa þig minna í namminu... PS. EKKI byrja daginn á páskaegginu 🙈)
- Drekktu MIKIÐ af vatni, jafnt og þétt yfir daginn! (það ýtir líka undir jafnvægi og vellíðan í líkamanum, oft heldur maður nefnilega að maður sé með nammilöngun, en er í raun bara þyrst/þyrstur 🤷🏼‍♀️)
- Fáðu þér páskaeggið þegar þú ert í góðu jafnvægi, líður vel í líkamanum (þú ert mun líklegri til að háma í þig allt eggið í einu, ef þú færð þér þegar þú ert svöng/svangur)
- Þú getur annað hvort skráð páskaeggið, eða sleppt því. Þú ræður því. Ef þú heldur að það hjálpi þér að halda þér innan marka og ekki missa þig alveg, þá skráir þú. Ef þú heldur að þú munir bara fá samviskubit og líða illa að skrá það inn, þá sleppir þú því.
- Hreyfðu þig! (páskaegg inniheldur mikið af hitaeiningum = macros = orku, svo skelltu þér út í smá göngutúr eða taktu æfingu og notaðu orkuna einhvernvegin 💪🏼 )
- Það er síðan risa munur á því að fá sér 1 og njóta þess.... eða að háma í sig þangað til maður fær illt í magann (ekki góð tilfinning🤢).... EÐA jafnvel að borða nokkur (samdægurs eða yfir nokkra daga)

Við nefnum oft 80% ON og 20% OFF regluna við kúnnana okkar... Þegar maður lítur á vikuna eða árið sitt, þá vill maður ná að vera 80% ON TRACK og með hollt og gott mataræði, og þá er smá svigrúm fyrir nokkra OFF daga, og ná samt góðum árangri!! (OFF dagar til dæmis = einstaka veislur, PÁSKAR, aðrar hátíðir, frí og fleira!) En til þess að halda áfram að ná árangri, þrátt fyrir þessa +/- 20% off daga, þá þurfa hinir 80% að vera góðir dagar 🙌🏻
Páskar eru 1x á ári, og ef maður fær sér alltaf bara páskaegg á páskunum.. þá er það alveg MJÖÖÖÖG lítill hluti af árinu 😅
Hins vegar!! ef maður fær sér nokkur, jafnvel alltaf smá í kaffistofunni í vinnunni, alla vikuna fyrir páska og síðan líka í vikunni eftir páska (og jafnvel meira) þá eykst heildar hitaeiningamagnið frá súkkulaði mjöööög mikið!
Það eru síðan eflaust einhver hér líka sem finnst páskaegg vont og eru bara ekkert að spá í þessu! 😂 Svo ef þér finnst þetta ekkert merkilegt og þarft ekkert að vera að fá þér, þá sleppir þú því og nærð að halda þínum macros on point 🙌🏻
En ef þú ert að banna þér að fá þér (þó þig langi í) og dettur síðan í að háma í þig 2-3 eftir nokkra daga, því þú varst svekkt/ur að hafa misst af, þá er kannski sniðugara að fá sér bara 1 lítið á páskunum og sleppa við þessa sprengingu eftir nokkra daga..🙈
Það er síðan að sjálfsögðu sniðugt að velja þér stærð og magn af páskaeggi skynsamlega (því það er jú risa munur á því að fá sér lítið egg sem er kannski 1.000 kcal, eða stórt sem er kannski 4.000+ kcal 😅)!
Myndin hér að neðan sýnir 3 misstór páskaegg og macros tölurnar í heilu eggi. Við vildum sýna ykkur hver mismunurinn getur verið á milli stærða 🙌🏻
Þetta er þinn líkami, þín markmið, þín líðan, þinn árangur og þú velur hvað er ''þess virði'' að setja í hann 😍🥰
Ef þú færð þér páskaegg, NJÓTTU, borðaðu rólega, borðaðu í núvitund (þá er líklegra að þú finnir fyrr að þú sért komin/nn með nóg!)
Við ætlum sko HELDUR BETUR að njóta okkar eggja, og erum orðnar súper spenntar 🙌🏻🍫
Sama hvernig dagurinn þinn fer... Daginn eftir páska...
Þá er gærdagurinn búinn! og kominn nýr geggjaður dagur! 🙌🏻 Frábær dagur til að ná geggjuðum macros og vera aftur ON TRACK 🙌🏻
🎊🐣💛GLEÐILEGA PÁSKA💛🐣🎊
Til baka í bloggið