Næringarþjálfun hjá Ps. Árangri

Við hjálpum þér að læra hvernig þú getur fengið það allra besta út úr næringunni þinni.

Námskeiðin okkar
  • Sigurbjörg

    „Ég er Perlu og Söndru svo innilega þakklát fyrir alla hjálpina og hvatninguna síðustu 8 vikur. Þessi tími hefur gjörsamlega breytt leiknum fyrir mig, èg hef dregið svo mikinn lærdóm úr þessu ferli og það sem stendur upp úr er auðvitað árangurinn. Orkumikil í gegnum allan daginn, nýt þess að borða og borða loks nóg af góðum næringaríkum mat, reglulega yfir daginn. Mæli svo innilega með þessum snillingum og hvet sérstaklega íþróttafólk í mikilli hreyfingu til þess að skoða næringuna út frá þessu sjónarmiði.“

  • Vilhelm Freyr

    „Að byrja hjá Ps. Árangri er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævi minni. Þetta hefur hjálpað mér að læra inn á sjálfan mig. Að telja macros var eitthvað sem ég hafði bara nánast aldrei heyrt um og vissi ekkert um hvað það snérist. En þessir tveir mánuðir hafa svo sannarlega sýnt mér að þetta virkar ef maður gerir þetta vel. Perla og Sandra eru algjörir snillingar og það var alltaf jafn skemmtilegt að kíkja inn í árangurs skjalið og þar biðu mín peppandi skilaboð og leiðbeiningar sem að hvatti mig áfram. Þær hafa svo sannarlega hjálpað mér að finna hvað ég þarf og hvernig ég get náð betri árangri í því sem ég geri. Highly recommend!“

  • Andrea Sif

    „Ég er svo ánægð að hafa skráð mig hjá Ps.Árangri og er þetta eitthvað sem mér hefur lengi langað að prófa. Þessar vikur hafa liðið ótrúlega hratt og ég hef lært svo margt! Svo var þetta miklu auðveldara en ég bjóst við. Þær setja þetta svo þæginlega upp, það er allt svo aðgengilegt og alltaf hægt að leita til þeirra. Endurgjöfin frá þeim er svo peppandi og hélt mér við efnið, var alltaf svo spennt að lesa haha! Ég er búin að læra heilmikið um minn líkama og næringu. Þetta námskeiðið er svo miklu meira en bara 8 vikur í næringarþjálfun fyrir mér, ég lít á þetta sem fróðleik og kunnáttu sem ég mun tileinka mér og nýta mér í framtíðinni. Mæli með fyrir alla að prófa sama hver þeirra markmið eru.“

  • Brynjar

    „Skráning mín hjá Ps.Árangri varð til þess að ég náði loks að byrja að léttast eftir langa stöðnun á leið minni niður í kjörþyngd. Sandra og Perla gera þetta ótrúlega vel, dreifa jákvæðri orku og halda vel utan um verkefnið með mér, bæði með reglulegri endurgjöf og svo FB síðu þar sem allskonar fróðleik er deilt. Rúsínan í pylsuendanum er svo frábær Næringarhandbók sem fylgir með, en hún er stútfull af allskonar fróðleik sem gott er að grípa í. Þeirra nálgun hefur gefið mér nýja sýn á mat og næringargildi hans og fer ég bjartsýnn inn í nýtt ár og trúi því að ég nái mínum markmiðum!“

  • Svanhildur

    „Perla og Sandra eru frábærar i því sem þær eru að gera og metnaðurinn fyrir því að þú náir þínum markmiðum er þeim ofarlega í huga. Þær standa svo þétt við bakið á manni og hvetja mann áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þær eru algjörar klappstýrur og setja þjálfunina sína svo vel upp. Ekki nóg með að það sé mikið lagt á líkamlega hlutann heldur fara þær líka inn á andlegu hliðina og hvetja mann í að prófa margt nýtt. Ég mæli klárlega með þjálfun hjá þeim“

  • Rúnar Gauti

    „Næringarþjálfun hjá Perlu og Söndru er algjörlega frábær! Jákvæðnin streymir frá þeim sem gerir mann alltaf peppaðan fyrir komandi degi og dögum. Þær eru mjög duglegar að leiðbeina manni með allt sem maður spyr um og umgjörðin er frábær! Ég mæli með þessu fyrir alla þá sem vilja bæta næringarinntöku sína og bara líðan yfir höfuð. Ég var orkumikill alla daga, alltaf og er þetta því tær snilld þegar kemur að því að vinna vel úr þeim tíma sem maður hefur og gera það vel. Macros er snilld.“

  • Agnes

    „Frá því að ég byrjaði í næringarþjálfun þá eru svo margir mikilvægir hlutir búnir að breytast hjá mér, bæði hlutir sem ég vissi að ég þurfti að laga og svo komu nokkrar óvæntar bætingar sem ég vissi ekki einu sinni að matarræðið væri að hafa áhrif á! Mig langaði aðallega að bæta orkuna mína og koma henni í jafnvægi þar sem ég hef meirihlutann af ævinni verið mjög orkulaus, Það var ótrúlegt að finna muninn bara eftir nokkra daga á breyttu matarræði af því það var bara eins og ég hefði flippað rofa- munurinn var það mikill!“

  • Ásrún

    „Ég fann að ég þurfti pepp og stuðning til að koma mer aftur af stað eftir barneignir og tók þá ákvörðun að skrá mig og vá hvað ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun! Peppið og stuðningurinn var ómetanlegur. Ég fann mjög fljótt fyrir því hvað orkan mín var mun meiri yfir daginn og þar af leiðandi mun auðveldara að bæði vera með og sinna syni mínum jafnt og sinna heimilinu. Sama hvernig dagarnir gengu hvöttu þær mann alltaf áfram. Ég er þeim alveg ótrúlega þakklát fyrir sparkið í rassinn sem ég þurfti.“

Um næringarþjálfunina hjá Ps. Árangri

Markmiðið hjá næringarþjálfun Ps. Árangurs er að hjálpa þér að læra hvernig þú getur fengið það allra besta út úr næringunni þinni. Við notumst við hugmyndafræðina Macros (macros = macronutrients) en Macros snýst um það að finna út nákvæmlega hversu mikið þú þarft að innbyrða af næringu til þess að líða sem best og ná þínum markmiðum. 

 

Það eru engin boð og bönn, ekkert sem er ‘’bannað’’ að borða, heldur borðar þú það sem þig langar en skráir allt inn, og þú lærir fljótlega hvað það er sem hentar þínum líkama best og verður þú því mun meðvitaðri um hvað, hvenær og hversu mikið þú vilt leyfa þér. Þetta á alls ekki að vera álitið sem átak eða ‘’megrun’’ sem þú gerir 110% í 8 vikur, hættir svo öllu og ert fljótlega komin/kominn aftur á sama stað og þú varst! Heldur á þetta að vera lífstílsbreyting, smá eða mikil, og á næringarþjálfunin að vera þér fróðleikur og kennsla á nýjar venjur í mataræði, hugarfari og daglegu lífi, sem þú munt svo vilja nýta þér áfram í framtíðinni. 

 

Við í Ps. Árangri reiknum út orkuþörfina þína út frá aldri, kyni, þínum markmiðum og fleiri atriðum, og setjum svo upp fyrir þig grömmin sem þú þarft af kolvetnum, próteini og fitu. Þú vigtar svo og skráir niður allt sem þú borðar í þessar 8 vikur, og miðar við að borða út frá tölunum sem við settum upp fyrir þig. Í gegnum þessar vikur verðum við í miklu sambandi og hjálpumst við að til þess að þú náir þeim árangri sem þú vilt ná.

Um okkur