Næringarþjálfun hjá Ps. Árangri
Við hjálpum þér að læra hvernig þú getur fengið það allra besta út úr næringunni þinni.
Sjáðu hvað fólkið okkar segir um námskeiðið!
Um næringarþjálfunina hjá Ps. Árangri
Markmiðið hjá næringarþjálfun Ps. Árangurs er að hjálpa þér að læra hvernig þú getur fengið það allra besta út úr næringunni þinni. Við notumst við hugmyndafræðina Macros (macros = macronutrients) en Macros snýst um það að finna út nákvæmlega hversu mikið þú þarft að innbyrða af næringu til þess að líða sem best og ná þínum markmiðum.
Það eru engin boð og bönn, ekkert sem er ‘’bannað’’ að borða, heldur borðar þú það sem þig langar en skráir allt inn, og þú lærir fljótlega hvað það er sem hentar þínum líkama best og verður þú því mun meðvitaðri um hvað, hvenær og hversu mikið þú vilt leyfa þér. Þetta á alls ekki að vera álitið sem átak eða ‘’megrun’’ sem þú gerir 110% í 8 vikur, hættir svo öllu og ert fljótlega komin/kominn aftur á sama stað og þú varst! Heldur á þetta að vera lífstílsbreyting, smá eða mikil, og á næringarþjálfunin að vera þér fróðleikur og kennsla á nýjar venjur í mataræði, hugarfari og daglegu lífi, sem þú munt svo vilja nýta þér áfram í framtíðinni.
Við í Ps. Árangri reiknum út orkuþörfina þína út frá aldri, kyni, þínum markmiðum og fleiri atriðum, og setjum svo upp fyrir þig grömmin sem þú þarft af kolvetnum, próteini og fitu. Þú vigtar svo og skráir niður allt sem þú borðar í þessar 8 vikur, og miðar við að borða út frá tölunum sem við settum upp fyrir þig. Í gegnum þessar vikur verðum við í miklu sambandi og hjálpumst við að til þess að þú náir þeim árangri sem þú vilt ná.